Fréttir‎ > ‎

Guðmundur Smári Íslandsmeistari í tugþraut 16-17 ára

posted Jun 1, 2015, 6:22 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður úr Umf. Samherjum varð nýlega Íslandsmeistari í tugþraut í flokki 16-17 ára. Guðmundur náði 6094 stigum og þrátt fyrir að veðrið hefði verði keppendum á mótinu erfitt, þá náði hann að bæta sinn besta árangur í fimm af tíu keppnisgreinum. Í kjölfar mótsins var Guðmundur valinn til þess að taka þátt í Norðurlandamóti í tugþraut og hann er mjög nálægt alþjóðlegu lágmarki til þess að öðlast keppnisrétt á HM unglinga fram fer í sumar.
Comments