Fréttir‎ > ‎

Guðmundur Smári kjörinn íþróttamaður UMSE 2013

posted Feb 25, 2014, 12:51 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Nú í kvöld var kjöri íþróttamanns UMSE 2013 lýst í kaffisamsæti í félagsheimilinu Árskógi. Góð mæting var á viðburðinn og voru þar saman komnir efnilegustu og bestu íþróttamenn UMSE, ásamt gestum og aðstandendum.

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2013 og voru veittar viðurkenningar til tæplega 40 einstaklinga. Þess ber helst að geta að kosningin um íþróttamann UMSE var jöfn og spennandi og var Guðmundur Smári Daníelsson frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum, hlutskarpastur í kjörinu, auk þess sem hann var útnefndur frjálsíþróttamaður UMSE. Guðmundur átti frábært ár á frjálsíþróttavellinum á síðasta ári, þar sem hann landaði m.a. 4. íslandsmeistaratitlum í unglingaflokkum.

Auk hans voru í kjörinu:

Badmintonmaður UMSE, Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum
Golfmaður UMSE, Birta Dís Jónsdóttir, Golfklúbbnum Hamri
Hestaíþróttamaður UMSE, Anna Kristín Friðriksdóttir, Hestamannafélaginu Hring
Knattspyrnumaður UMSE, Kristján Sigurólason, Dalvík/Reynir (Umf. Svarfdæla og Umf. Reynir)
Skíðamaður UMSE, Jakob Helgi Bjarnason, Skíðafélagi Dalvíkur
Sundmaður UMSE, Rebekka Garðarsdóttir, Umf. Samherjum
Þá voru tilnefnd í kjörið af stjórn UMSE:
Fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum, Karl Vernharð Þorleifsson, Umf. Svarfdæla
Fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum, Júlíana Björk Gunnarsdóttir, Umf. Svarfdæla
Fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum, Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, Umf. Samherjum
Fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum, Steinunn Erla Davíðsdóttir, Umf. Smáranum


Veittar voru einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2013 til þeirra einstaklinga sem unnu til Íslands- eða landsmótsmeistaratitla, voru valin í landslið, unglingalandslið eða úrvals- og afrekshópa sérsambanda.  Eftirtaldir hlutu viðurkenningar:

Aldís Sigurðardóttir, í U13 úrvalshópi BSÍ í badminton.
Andri Ásgeir Adolfsson, í U15 úrvalshópi BSÍ í badminton.
Arnór Snær Guðmundsson, Íslandsmeistari höggleik í flokki drengja 14 ára og yngri í golfi. Unglinglandsmótsmeistari í golfi 14-15 ára.
Axel Reyr Rúnarsson, Unglingameistari í flokki 12 ára í stórsvigi.
Birta Dís Jónsdóttir, Íslandsmeistari höggleik í flokki stúlkna 15 - 16 ára í golfi.
Bríet Brá Bjarnadóttir, Unglingameistari í flokki 12 ára í svigi.
Elmar Blær Arnarsson í U15 úrvalshópi BSÍ í badminton.
Erla Marý Sigurpálsdóttir, Íslandsmeistari í 4*100 m boðhlaupi, 20-22 ára.
Guðfinna Eir Þorleifsdóttir, Unglingalandsmótsmeistari í boðhlaupi í blandaðri sveit.
Guðmundur Smári Daníelsson, Íslandsmeistari utanhúss í fjölþraut 16-17 ára, stangarstökki 15 ára, og sleggjukasti 15 ára
Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, Íslandsmeistari í 4*100 m, 20-22 ára.
Haukur Gylfi Gíslason, U17 landslið BSÍ í badminton.
Helgi Pétur Davíðsson, Íslandsmet í 60 m. gr. utanhúss, 13 ára.
Jakob Helgi Bjarnason, Unglingameistari í flokki 16-17 ára í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni.
Júlíana Björk Gunnarsdóttir, Íslandsmeistari í stangarstökki innanhúss og í úrvalshópi FRÍ.
Karl Vernharð Þorleifsson, Unglingalandsmótsmeistari í boðhlaupi og í úrvalshóp FRÍ.
Katrín Sigurðardóttir í U15 úrvalshópi BSÍ í badminton.
Ólöf María Einarsdóttir, Íslandsmeistari höggleik í flokki stúlkna 14 ára og yngri í golfi.
Sigríður S. Jónsdóttir, Landsmótsmeistari í Pönnukökubakstri.
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Unglinglandsmótsmeistari í golfi 11-13 ára.
Steinunn Erla Davíðsdóttir, Íslandsmeistari í ungkvennaflokki 20-22 ára í 100m, 200m og 400m hlaupi utanhúss.
Svandís Erla Valdemarsdóttir, Úrvalshópur FRÍ.
Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Íslandsmeistari stangarstökki, 18-19 ára, Íslandsmeistari 4*100 m, 20-22 ára. Unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti 18 ára.
Viktor Hugi Júlíusson, Unglingalandsmótsmeistari í 60m hlaupi.
Valdís Sigurðardóttir í U15 úrvalshópi BSÍ í badminton.

Íslandsmeistarar í knattspyrnu í  4.fl.kvk 7 manna liða:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir
Auður Ósk Hilmarsdóttir
Ásrún Jana Ásgeirsdóttir
Birna Kristín Kristbjörnsdóttir
Bríet Brá Bjarnadóttir
Elín Brá Friðriksdóttir
Kolbrá Kolka Guðmundsdóttir
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
Rósa Dís Stefánsdóttir
Sigríður Inga Rúnarsdóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Særún Elma Jakobsdóttir

UMSE óskar þessu íþróttafólki til hamingju með sinn frábæra árangur á árinu 2013. Ljóst að þessir ungu og efnilegu íþróttamenn er aðildarfélögum UMSE til sóma og framtíðin er björt á íþróttavellinum.

Fleiri myndir er að finna á Facebook síðu UMSE 
Comments