Fréttir‎ > ‎

Guðmundur Smári og Stefanía Sigurdís keppa á RIG

posted Jan 22, 2016, 3:04 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Þessa daganna fara fram Reykjavík International Games í Reykjavík. Mótið er alþjóðlegt boðsmót og etja þar kappi besta íþróttafólk landsins og fjöldi erlendra keppenda.
Tveimur frjálsíþróttamönnum frá UMSE var boðin þátttaka á mótinu. Guðmundur Smári Daníelsson og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, bæði frá Umf. Samherjum keppa á mótinu.
Guðmundur er meðal keppenda í langstökkinu og Stefanía er á meðal keppenda í hástökki.
Keppni í langstökki karla fer fram kl. 13:20 laugardaginn 23. janúar og keppni í hástökki kvenna fer fram sama dag kl. 13:15.
Hægt er að er að sjá úrslit úr keppninni á Mótaforriti FRÍ og einnig er hægt að fá upplýsingar um keppnisgreinar á mótinu á www.rig.is

Comments