Fréttir‎ > ‎

Guðríður og Heiðar sæmd starfsmerki UMSE

posted May 12, 2016, 6:49 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Í gær fór fram vorsýning fimleikadeildar Umf. Svarfdæla. Við það tækifæri veitti framkvæmdastjóri UMSE, fyrir hönd stjórnar, tveimur einstaklingum heiðursviðurkenningu. Guðríður Sveinsdóttir, yfirþjálfari fimleikadeildarinnar og Heiðar Davíð Bragason golfþjálfari voru sæmd starfsmerki UMSE.

Guðríður er ein af upphafsmönnum þess að stofnuð var fimleikadeild innan Ungmennafélags Svarfdæla. Í starfi sínu sem aðal þjálfari deildarinnar hefur hún á hvað mestan þátt í því hversu starf deildarinnar hefur byggst upp hratt. Guðríður hefur einnig starfað ötullega á fleiri sviðum og er m.a. formaður Blakfélagsins Rima.

Heiðar Davíð hefur eftir sinn feril sem atvinnukylfingur, beint sjónum sínum að þjálfun golfíþróttarinnar. Honum hefur, ásamt fleirum tekist að byggja breiðan grunn af efnilegum kylfingum og á stóran þátt í uppbyggingu öflugs barna- og unglingastarfs hjá Golfklúbbnum Hamri. Heiðar Davíð kom einnig að stofnun fimleikadeildarinnar hjá Umf. Svardæla.

UMSE óskar þeim til hamingju með árangur sinn í starfi.


Comments