Fréttir‎ > ‎

Helgi og Lovísa með gull á Dalvík

posted Feb 7, 2017, 3:53 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Um síðustu helgi fór fram fyrsta bikarmót vetrarins í flokkið 12-15 ára á alpagreinum. 
Mótið var í umsjón Skíðafélags Dalvíkur og Skíðafélags Ólafsfjarðar og fór það fram á Dalvík. Á laugardaginn var keppt í svigi og í stórsvigi á sunnudag. Þrátt fyrir að snjóleysi hafi herjað á skíðasvæðin þennan veturinn, þá gekk mótshaldið með besta móti.

Keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur stóðu sig með prýði á mótinu. Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir sigraði nokkuð örugglega í svigkeppninni í flokki 14 ára og hafnaði svo í öðru sæti í stórsvigskeppninni. Helgi Halldórsson sigraði bæði í sviginu og stórsviginu í flokki 15 ára með yfirburðum.

Nánari upplýsingar um úrslit og fréttir af mótinu má finna á síðu Skíðafélags Dalvíkur og hjá Skíðasambandi Íslands.

Á mótinu var stórsvigskeppnin sýnd beint í gegnum vefin. Upptökur af því má nálgast hér:

Mynd frá Magnea Helgadóttir.

Mynd frá Magnea Helgadóttir.
Comments