Fréttir‎ > ‎

Hilmar Daníelsson sæmdur gullmerki ÍSÍ

posted Jun 19, 2012, 6:01 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Haldið var upp á 50 ára afmæli Hestamannafélagsins Hrings að Rimum í Svarfaðardal, laugardaginn 16. júní s.l.
Gestir voru fjölmargir og glatt á hjalla.
Fjöldi viðurkenninga var veittur í tilefni afmælisins. Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri fræðslu- og þróunarsviðs ÍSÍ veitti Hilmari Daníelssyni gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í gegnum tíðina.
Stjórn hestamannafélagsins heiðraði alla eftirlifandi stofnfélaga.

Edda Kamilla Örnólfsdóttir varastjónarmaður UMSE sæmdi nokkra einstaklinga heiðursviðurkenningu UMSE fyrir störf sín í þágu félagsins.

Eftirtaldir hlutu starfsmerki UMSE:
Guðrún Rut Hreiðarsdóttir
Sveinbjörn Hjörleifsson
Bergljót Vilhelmina Jónsdóttir

Eftirtaldir hlut Gullmerki UMSE:
Þorsteinn Hólm Stefánsson
Steinar Steingrímsson:
Sigurður Marinósson
Hilmar Daníelsson

UMSE óskar þessum einstaklingum til hamingju með viðurkenninguna og Hestamannfélaginu til hamingju með afmælið.


Comments