Fréttir‎ > ‎

Hlutagreiðlsur geta nýst íþróttafélögum

posted Mar 25, 2020, 5:57 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 25, 2020, 6:04 AM ]
Samkvæmt frumvarpi sem 
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherralagði fram og samþykkt var síðasta föstudag, eiga starfsmenn og verktakar íþróttafélaga og frjálsra félagasamtaka rétt til hlutagreiðslu samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda.

Lögin fela í sér að laun sem greidd eru samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á atvinnuleysisbótum.

Miðað við það geta starfsmenn íþróttafélaga, þjálfarar og aðrir starfsmenn á launaskrá íþróttafélaga sótt um hlutagreiðslur. Þegar starfshlutfall er lækkað um 20% hið minnsta en þó ekki neðar en í 25% koma þær tekjur sem hann fær vegna hins minnkaða starfs ekki til skerðingar atvinnuleysisbóta.

Ekki er hægt að sækja um hlutagreiðslurnar að svo stöddu, þar sem umsóknarformið er ekki tilbúið á vef vinnumálastofnunnar.

Comments