Fréttir‎ > ‎

Í dag fer fram 800. stjórnarfundur UMSE

posted Dec 3, 2019, 2:54 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Dec 3, 2019, 2:55 AM ]
Stjórn UMSE hittist að jafnaði einu sinni í mánuði allt árið um kring. Í dag er venjan að allir í bæði aðal- og varastjórn eru boðaðir til fundar. Þannig er varastjórnarfólk að fullu þátttekndur í þeim umræðum sem framfara.

Fyrir nokkrum árum kannaði Kristlaug María Valdimarsdóttir ritari UMSE aðeins sögu stjórnarfunda UMSE og samkvæmt því eru bókaðir stjórnarfundir orðnir 799 talsins.

Í dag fer því fram fundur númer áttahundruð, á þeim 97 árum sem UMSE hefur starfað.

Frekari upplýsingar um stjórnarfólk UMSE, vinnureglur og aðrar upplýsingar um stjórn UMSE er að finna hér.

Comments