Fréttir‎ > ‎

Ítarlegt minnisblað um áhrif COVID á íþróttastarf frá UMFÍ

posted Oct 30, 2020, 4:55 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Minnisblað um áhrif COVID á íþróttastarfid_19_2020.png?width=600&height=850
Á sambandsráðsfundi UMFÍ í gær kynnti stjórn UMFÍ minnisblað þar sem sameinaðar eru hugmyndir ungmennafélagshreyfingarinnar um stöðu mála og aðgerðir. Allar tillögurnar eru í samræmi við stefnu UMFÍ.

Á fundinum og í minnisblaðinu kom fram að miklar áhyggjur eru af stöðu mála í ungmennafélagshreyfingunni vegna neikvæðra áhrifa COVID-10. Staða einstakra félaga er mjög mismunandi. Tilgangurinn með minnisblaði sem UMFÍ hefur tekið saman er að taka saman stutt yfirlit um áhrifin og umræðuna. Áhyggjur og áskoranir félaganna eru miklar og fjölbreyttar um allt land. 

Bæði er um að ræða aðgerðir í vörn og sókn, enda lykilatriði í góðu íþróttastarfi að huga að báðum þáttum til að ná árangri.


Comments