Fréttir‎ > ‎

Íþróttamaður UMSE 19. janúar

posted Jan 15, 2017, 1:37 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 15, 2017, 1:42 PM ]
Kjöri íþróttamanns UMSE verður lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit 19. janúar. Kjörið hefst kl. 18:00.

Í kjörinu eru að þessu sinni:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri
Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélagi Dalvíkur
Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri
Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum
Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum
Helgi Halldórsson, Skíðafélagi Dalvíkur
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundfélaginu Rán
Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Umf. Samherjum
Eir Starradóttir, Umf. Æskunni
Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélginu Hring
Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdæla

Veittar verða viðurkenningar til þeirra sem í kjörinu eru. Auk þess verða veittar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitla eða Landsmótstitla, verið valdir í úrvals eða afrekshópa sérsambanda eða landslið á árinu 2016.

Vakin er athygli á því að áður hafði verið auglýst að kjörið hæfist kl. 20:00 en vegna viðburða sem fara fram í Eyjafjarðarsveit og Dalvíkurbyggð þennan sama dag hefur því verið flýtt til kl. 18:00.

Hlíðarbær
Comments