Fréttir‎ > ‎

Íþróttamaður UMSE 2018 - Amanda Guðrún Bjarnadóttir

posted Jan 13, 2019, 10:44 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 14, 2019, 10:59 AM ]


Kjöri Íþróttamanns UMSE var lýst í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju laugardaginn 12. janúar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir golfmaður UMSE 2018 úr Golfklúbbnum Hamri var útnefnd Íþróttamaður UMSE 2018.  

Amanda Guðrún Bjarnadóttir er 18 ára Dalvíkurmær sem æfir og keppir fyrir Golfklúbbinn Hamar.

Árangur erlendis:

·       Lék með U18 landsliði Íslands á Evrópumóti stúlknalandsliða U18 í Kungsbacka í Svíþjóð.

·       European Spring Junior, Murcia Spáni. 9 sæti í flokki stúlkna 17 – 18 ára.

·       Finnish Amateur Championship, Helsinki Finnlandi. 18. sæti í kvennaflokki.

Árangur á Íslandi:

·       Íslandsmeistari í höggleik í flokki stúlkna 17 – 18 ára.

·       Íslandsmeistari í holukeppni í flokki stúlkna 17 – 18 ára.

     (eini kylfingurinn sem hampaði báðum titlunum í ár)

·       12. sæti á Íslandsmóti fullorðinna í höggleik.

·       Hársbreidd frá 8 manna úrslitum á Íslandsmóti fullorðinna í holukeppni. Var jöfn að stigum en með færri unnar holur.

·       Besti árangur á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu, var 4. sæti.

·       Stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni í flokki stúlkna 18-21 árs.

Amanda er í 14. sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en hún lék aðeins á 4 mótum af 6. Einnig var hún valin í kvennalandsliðshópinn fyrir 2019.

Amanda Guðrún hefur á síðustu árum verið fremst í sínum aldursflokki á Íslandsbankamótaröðinni og alltaf bætt sig á milli ára. Í ár dreifði hún álaginu betur í samráði við þjálfara sinn með því að leggja áherslu á stærstu mót hvorrar mótaraðar, Íslandsbanka og Eimskips, en fórnaði þess í stað möguleikanum á að verja stigameistaratitil sinn á Íslandsbankamótaröðinni.  Hún mætir mjög vel á æfingar og leggur sig ávallt 100% fram við þau verkefni sem fyrir hana eru lögð á æfingum og í keppni. Hún aðstoðar við þjálfun yngri kynslóðarinnar á sumrin, gerir það vel og er þeim mjög góð fyrirmynd. Amanda stefnir enn lengra í íþrótt sinni og leggur hart að sér við æfingar til að svo megi verða.

Það kemur engum á óvart að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sé helsta fyrirmynd Amöndu en Ólafía er fyrsti Íslendingurinn til að leika á PGA mótaröðinni, hún hefur frábæra sýn á íþróttina og tæklar allt með jákvæðni.

Amöndu finnst skemmtilegast að hitta vinina og hafa það kósý með fjölskyldunni.

 

Í kjöri Íþróttamanns UMSE 2018 voru:

Golfmaður ársins Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Skiðamaður ársins - Andrea Björk Birkisdóttir

Sundmaður ársins - Elín Björk Unnarsdóttir

Frjálsíþróttamaður ársins – Guðmundur Smári Daníelsson

Borðtennismaður ársins - Ingvi Vaclav Alferðsson

Bandýmaður ársins - Jónas Hjartarson

Frisbígolfmaður ársins - Mikael Máni Freysson 

Badmintonmaður ársins – Ólafur Ingi Sigurðsson

Knattspyrnumaður ársins – Snorri Eldjárn Hauksson

Hestaíþróttamaður ársins Svavar Örn Hreiðarsson

Við sama tilefni var veitt viðurkenning og styrkur til Golfklúbbsins Hamars frá Bústólpa fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf.

Krakkarnir í Golfklúbbnum Hamri voru duglegir að taka þátt í mótum allt sumarið og margir náðu frábærum árangri. Ungu kylfingarnir frá Hamri vekja ávallt athygli fyrir góða framgöngu á golfvellinum og utan hans. Það er til fyrirmyndar hjá félaginu hvernig staðið er að málum í þjálfun og utanumhaldi barna- og unglingastarfsins en það eru margir hlutir sem þurfa að ganga upp svo að góður árangur náist. Stuðningur við þjálfara og iðkendur, foreldrastarf, sjálfboðaliðastarf og framlög styrktaraðila eru þar á meðal. Þegar þessir þættir eru til staðar er hægt að gera ótrúlega hluti hjá litlum klúbbi. Látum orð formanns barna- og unglingastarfsins vera lokaorðin: „Ef litið er til árangurs þá gæti ég best trúað að Dorrit væri til í að skrifa upp á að við værum einn af „stórustu“ klúbbum landsins“.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sæmdi Bjanveigu Ingavadóttur gullmerki ÍSÍ fyrr á þessu ári og var henni afhent merkið við þetta tækifæri.

Bjarnveig hefur lengi verið viðloðandi íþrótta- og ungmennafélagashreyfinguna. Hún hefur starfað fyrir Ungmennafélag Svarfdæla á Dalvík og kom meðal annar að fyrsta Unglingalandsmótinu sem haldið var á Dalvík árið 1992. Hún tók sér hlé frá störfum fyrir hreyfinguna en kom svo aftur og var kosin formaður UMSE árið 2014. Því embætti gengdi hún til ársins 2018 og sinnti af miklum sóma. Hún kom ýmsu til leiðar sem formaður UMSE og má nefna að í formannstíð hennar hlaut UMSE fyrst allra íþróttahéraða útnefninguna Fyrirmyndahéraðsamband ÍSÍ. Bjarnveig er útnefnd gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála.

Veittar voru viðurkenningar til íþróttamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri á sviði íþróttanna á árinu 2018. Eftirfarandi íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, landsmótsmeistaratitla, verið valin í úrvals- eða afrekshópa sérsambanda eða í landslið á árinu 2018.

Bandýlið Samherja,voru valdir í landsliðæfingahóp:

Auðunn Arnarsson, Jónas Godsk Rögnvaldsson, Sigmundur Rúnar Sveinsson, Hafþór Andri Sigrúnarson, Ágúst Örn Víðisson, Andri Már Mikaelsson, Þorsteinn Jón Thorlacius, Pétur Elvar Sigurðsson og Jónas Hjartarson.

Knattspyrnulið Dalvíkur/Reynis fyrir að verða Íslandsmeistarar í 3.deild.

Angantýr Máni Gautason, Atli Fannar Írisarson, Brynjar Skjóldal Þorsteinsson, Einar Örn Arason, Elvar Óli Marinósson, Fannar Daði Malmquist Gíslason, Gunnar Már Magnússon, John S. Connolly, Jóhann Örn Sigurjónsson, Jón Björgvin Kristjánsson, Jón Heiðar Magnússon,   Kelvin W. Sarkorh, Kristinn Þór Björnsson, Nökkvi Þeyr Þórisson, Patrekur Máni Guðlaugsson, Pálmi Heiðmann Birgisson, Rúnar Helgi Björnsson, Snorri Eldjárn Hauksson, Steinar Logi Þórðarson, Sveinn Margeir Hauksson, Þorri Mar Þórisson og Þröstur Mikael Jónasson.

Indíana Auður Ólafsdóttir og Marsibil Sigurðardóttir frá Golfklúbbnum Hamri urðu Íslandsmeistarar eldri kylfinga í 2. deild liðakeppni með sameiginlegu liði frá Golfklúbbi Fjallabyggðar. Einnig urðu þær í fyrsta sæti í sínum flokkum á Landsmóti 50+. Marsibil í flokknum með forgjöf en Indíana án forgjar.

Veigar Heiðarsson Unglingalandsmótsmeistari í golfi 11-13 ára.

Brynjólfur Máni Sveinsson Íslandsmeistari 13 ára drengja í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Bikarmeistari 12-13 ára drengja í alpagreinum. Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki ásamt Þormari Erni  Guðmundssyni.

Torfi Jóhann Sveinsson Íslandsmeistari 12 ára drengja í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni.

Drengjalið Skíðafélags Dalvíkur 12-13 ára – Bikarmeistarar 2018. Liðið var skipað þeim Brynjólfi Mána Sveinssyni, Torfa Jóhanni Sveinssyni og Jörva Blæ Traustasyni.

Guðni Berg Einarsson Íslands- og bikarmeistari 15 ára í stórsvigi og alpagreinum.

Drengjalið Skíðafélags Dalvíkur 14-15 ára varð Bikarmeistarari 2018. Liðið var skipað þeim Guðna Berg Einarssyni, Daða Hrannari Jónssyni,  Birgi Ingvasyni, Stefáni Daðasyni, Daníeli Mána Hjaltasyni, Magnúsi Rosazza og Styrmi Þey Traustasyni.

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir Skíðafélagi Dalvíkur Íslandsmeistari 15 ára stúlkna í alpatvíkeppni.

Þormar Ernir Guðmundsson Unglingalandsmótsmeistari 14 ára í strandblaki ásamt Brynjólfi Mána Sveinssyni. Unglingalandsmótsmeistari i sandkastalagerð ásamt Magnúsi Rosazza og Birni Kristjánssyni.

Magnús Rosazza Unglingalandsmótsmeistari í sandkastalagerð ásamt Birni Kristjánssyni og Þormari Erni Guðmundssyni

Brinir Kristjánsson Unglingalandsmótsmeistari í sandkastalagerð ásamt Magnúsi Rosazza og Þormari Erni Guðmundssyni.

Markús Máni Pétursson Unglingalandsmótsmeistari 12 ára í strandblaki ásamt Degi Ými Sveinssyni.

Dagur Ýmir Sveinsson Unglingalandsmótsmeistari 12 ára í strandblaki ásamt Markúsi Mána Péturssyni.

Hildur Marín Gísladóttir Umf. Samherjum er Íslandsmeistari í einliða- og tvenndarleik í borðtennis ásamt Heimari Erni Sigmarssyni í flokki 15 ára og yngri. Auk þess valin í unglingalandslið í borðtennis.

Heiðmar Örn Sigmarsson Umf. Samherjum Íslandsmeistari í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í borðtennis, ásamt Hildi Marín Gísladóttur og Úlfi Huga Sigmundssyni. Heiðmar var einnig valinn i unglingalandslið í boðtennis.

Úlfur Hugi Sigmundsson Íslansmeistari í tvíliðaleik 15 ára og yngri.

Trausti Freyr Sigurðsson valinn í unglingalandslið 15 ára og yngri í borðtennis.

Enok Atli Reykdal Íslandsmeistari í Badminton í B-flokki U-13 ára.

Viktor Hugi Júlíusson Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi og þrístökki innanhúss. Hann er einnig í Úrvalshópi Frjálsíþróttasambands Íslands.

Bridge lið UMSE Landsmótsmeistarar 2018

Hákon Sigmundson, Kristján Þorsteinsson, Kristinn Kristinsson og Gylfi Pálsson.

Andrea Björk Birkisdóttir – valin í B landlið Skíðasambands Íslands.

Mikael Máni Freysson – Íslandsmeistari í frisbigolfi 2018.

Jónas Hjartarson – valinn í landsliðsæfinga hóp í bandý.

Guðmundur Smári Daníelsson – fékk námsstyrk fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum.

Elín Björk Unnarsdóttir - Íslandsmeistari í 800 m skriðsundi garpa,  100 m flugsundi garpa og í 100 m fjórsundi garpa.

Ólafur Ingi Sigurðsson - 1.sæti í einliðaleik á Norðurlandsmóti.Comments