Fréttir‎ > ‎

Íþróttamaður UMSE 2020 Guðmundur Smári

posted Mar 25, 2021, 8:39 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Kjöri íþróttamanns UMSE 2020 var lýst fyrir skemmstu. Viðburðurinn fór fram með fremur óhefðbundnum hætt að þessu sinni, en verðlaunin voru veitt í beinni útsendingu á Facebook síðu UMSE. Að venju voru veitt verðlaun til íþróttafólks sem skaraði framúr á liðnu ári. Sérstakar viðurkenningar til þess íþróttafólks sem unnið hefur til Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratiltla, verið valin í landslið, afreks- eða úrtakshópa sérsambanda eða sett Íslandsmet á árinu 2020. Þá var þeim sem voru í kjöri til íþróttamanns UMSE og útnefndir íþróttamenn hverrar íþróttagreinar veittar viðurkenningar.

Eftirfarandi einstaklingar hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir afrek.

•             Alexander Þór Arnarsson, í æfingahóp unglingalandsliðs í borðtennis.

•             Andri Már Mikaelsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Auðunn Arnarsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Friðrik Örn Ásgeirsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Heiðmar Örn Sigmarsson, í æfingahóp unglingalandsliðs í borðtennis.

•             Pétur Elvar Sigurðsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Ólafur Ingi Sigurðsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Trausti Freyr Sigurðsson, í æfingahóp unglingalandsliðs í borðtennis

•             Úlfur Hugi Sigmundsson, í æfingahóp unglingalandsliðs í borðtennis.

Við óskum þessu einstaklingum öllu til hamingju með þeirra árangur.

Í kjöri til íþróttamanns UMSE vour eftirfarandi:

Knattspyrnumaður UMSE:

     Borja López Lagúna, Umf. Svarfdæla (Dalvík/Reynir)

Sundmaður UMSE:

     Elín Björk Unnarsdóttir, Sundfélagið Rán

Frjálsíþróttamaður UMSE:

     Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjar

Frisígolfmaður UMSE:

     Ólafur Ingi Sigurðson, Umf. Samherjar

Bandýmaður UMSE:

     Pétur Elvar Sigurðsson, Umf. Samherjar

Hestaíþróttamaður UMSE:

     Stefán Birgir Stefánsson, Hestamannafélagið Funi

Tilnefndur fyrir góðan árangur í hestaíþróttum:

     Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélagið Hringur

Tilnefnd fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum:

     Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Umf. Samherjar

Borðtennismaður UMSE:

     Trausti Freyr Sigurðsson, Umf. Samherjar

 

Úrslit kjörsins voru eftirfarandi:

    Í þriðja til fjórða sæti urðu Stefán Birgir Stefánsson og Svavar Örn Hreiðarsson. Þeir hlutu báðir 113 stig

    Í öðru sæti varð Ólafur Ingi Sigurðsson. Hann hlaut 115 stig.

    Í fyrsta sæti og íþróttamaður UMSE 2020, er Guðmundur Smári Daníelsson. Hann hlaut 129 stig.

Guðmundur Smári æfir frjálsíþróttir með háskólaliði sínu í Queen university of Charlotte. Hann leggur aðal áherslu á tugþraut. Vegna Covid-19 þá var ekki eins miklir möguleikar á þátttöku á stærri mótum eins og árið á undan. Öll mótin sem hann tók þátt í voru engu að síður sterk háskólamót sem fram fóru í Bandaríkjunum. Á hverju móti voru yfir 30 keppendur sem hafa náð lágmörkum inn á þessi mót og hafa hlotið keppnisleyfi. Á síðasta ári setti hann tvö skólamet í stangarstökki og  þrístökki bæði innan- og utanhúss.

Hann var einnig valinn í ALL Region innanhúss í sjöþraut og í spjótkasti utanhúss. Til að öðlast All Region þá þarf að vera með einn af fimm bestu árangrum í allri suð-austur hluta Bandaríkjana.


UMSE þakkar öllu íþróttafólkinu fyrir þáttökuna og við óskum öllum til hamingju með árangurinn á síðasta ári.

Myndir úr kjörinu, kynningu á þeim einstaklingum sem voru í kjörinu og upptöku af viðburðinum er að finna á facebook síðu UMSE:

https://www.facebook.com/UMSE1922Comments