Fréttir‎ > ‎

Jakob Helgi Íslandsmeistari í stórsvigi

posted Apr 3, 2012, 3:59 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Skíðamóti Íslands sem fram fór í Hlíðarfjalli á Akureyri lauk í gær. Jakob Helgi Bjarnason frá skíðafélagi Dalvíkur varð Íslandsmeistari í stórsvigi Karla. Jakob Helgi er einungis 16 ára gamall og því um frábæran árangur hjá honum að ræða. Jakob varð einnig í öðru sæti í svigkeppninni.
Jakob er einn efnilegasti skíðamaður Íslands og í hópi bestu skíðamanna í sínum aldursflokki í Evrópu.


Comments