Fréttir‎ > ‎

Keppendur Sundfélagsins Ránar gerðu góða ferð

posted Feb 11, 2014, 1:16 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Þrír keppendur frá Sundfélaginu Rán tóku þátt á Gullmóti KR sem haldið var í  Laugardalslaug 7.- 9. febrúar.

Á mótinu kepptu 590 sundmenn sem komu frá 19 sundfélögum um land allt. 
Það bar helst til tíðinda að Amalía Nanna Júlíusdóttir tryggði sér silfurverðlaun í 100 m bringusundi þar sem hún stórbætti sinn fyrri besta árangur um rúmar 7 sekúndur. 97 stelpur tóku þátt í sundinu og keppt var í tíu riðlum. Amalía Nanna vann einnig til bronsverðlauna í 200 m bringusundi meyja. 
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson stórbætti sjö ára gamalt pilta og karla UMSE met Sindra Vilmars Þórissonar um tæpar sjö sekúndur í 50 m flugsundi. Hjörleifur Helgi setti einnig UMSE pilta- og karlamet í 50 m skriðsundi, 100 m skriðsundi, 100 m flugsundi og 200 m fjórsundi.
Góður árangur hjá þessu krökkum.

Nánar um tíma og úrslit í viðhengi hér neðar.
Ĉ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Feb 11, 2014, 1:16 PM
Comments