Fréttir‎ > ‎

Keppendur Sundfélagsins Ránar náðu í verðlaun á AMÍ

posted Jun 30, 2015, 7:27 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jul 7, 2015, 7:22 AM ]
Aldurflokkameistaramót Íslands í sundi var á Akureyri dagana 25.-28. júní. Lið ÍRB fór með sigur af hólmi.
Í stigakeppninni hafnaði Sundfélagið Rán í 13 sæti af 21 félögum með 32 stig. Þrír sundmenn kepptu fyrir félagið.
Á föstudeginum bætti Amalía Nanna Júlíusdóttir UMSE telpnametið í 200 m bringusundi og Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson bætti UMSE pilta– og karla metið í 100 m skriðsundi.
Á laugardeginum komust bæði Amalía Nanna og Hjörleifur Helgi á verðlaunapall.
Fyrir hádegi náði Hjörleifur Helgi bronsverðlaunum í 100 m baksundi 16 ára karla og setti í leiðinni nýtt UMSE pilta– og karlamet.
Eftir hádegi bætti Amalía sinn fyrri besta árangur í 100 m bringusundi. Í sundinu setti hún þrjú UMSE met, telpna-, stúlkna - og kvennamet og vann silfurverðlaun í flokki 13 ára kvenna.
Hjörleifur Helgi setti nýtt UMSE pilta– og karlamet í 100 m bringusundi og hafnaði í fjórða sæti. Í sama sundi setti hann einnig UMSE pilta- og karlamet i 50 m bringusundi þar sem hann synti á tímanum 36.87 s.
Á sunnudeginum vann Hjörleifur Helgi til tveggja bronsverðlauna í sínum flokki, í 100 m flugsundi þar sem hann bætti sinn fyrri besta árangur um fimm sekúndur og í 200 m fjórsundi þar sem hann bætti sig um sex sekúndur. I báðum sundunum bætti hann UMSE pilta- og karlametin. Eftir hádegi bætti Hjörleifur við tveimur tvöföldum UMSE metum. En það var í 200 m skriðsundi og 50 m skriðsundi. Agnes Fjóla bætti sinn fyrra besta árangur í bringusundsgreinunum og í 400 m skriðsundi bætti hún sig um 23 s. Þátttökurétt á mótinu öðlast þeir sundmenn sem ná að synda undir AMÍ lágmörkum á starfsárinu.


Tímar og sæti sundmanna Sundfélagsins Ránar voru eftirfarandi:


200 m bringusund 13 ára kvenna
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 3:02.96, 4 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir, 3:12,64, 9 sæti100 m skriðsund 13 ára kvenna
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 1:14.05, 16 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir , 1:17.81, 19 sæti


100 m skriðsund 16 ára karla
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 1:00.67, 4 sæti


100 m baksund 16 ára karla
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 1:11.51, 3 sæti

400 m skriðsund 13 ára kvenna
Agnes Fjóla Flosadóttir , 5:33.79, 13 sæti

100 m bringusund 16 ára karla
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 1:18,46, 4 sæti


100 m bringusund 13 ára kvenna
Amalía Nanna Júlíusdóttir,1:24.38, 2 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir,1:30.69, 8 sæti


100 m flugsund 16 ára karla
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 1:07.28, 3 sæti


200 m fjórsund 16 ára karla
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 2:30.41, 3 sæti


200 m fjórsund 13 ára kvenna
Amalía Nanna Júlíusdóttir,2:54.58, 4 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir,3:09.71, 18 sæti


200 m skriðsund 16 ára karla
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, 2:13,86, 5 sæti


200 m skriðsund 13 ára kvenna
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 2:40.66, 15 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir,2:42.97, 17 sæti


50 m skriðsund í boðsundi
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 27.70


Comments