Fréttir‎ > ‎

Kjöri íþróttamanns UMSE lýst laugardaginn 18. janúar

posted Jan 14, 2020, 3:14 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Kjöri íþróttamanns UMSE 2019 verður lýst laugardaginn 18. janúar. Viðburðurinn fer fram í Þelamerkurskóla og hefst kl. 13:00. Veittar verða viðurkenningar til þeirra íþróttamanna sem eru í kjörinu og eru útnefndir íþróttamenn íþróttagreina.

Í kjöri til íþróttamanns UMSE eru að þessu sinni 11 íþróttamenn.

 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfmaður UMSE 
 • Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðamaður UMSE
 • Bjarki Fannar Stefánsson, Fyrir góðan árangur í hestaíþróttum
 • Elín Björk Unnarsdóttir, Sundmaður UMSE
 • Friðrik Örn Ásgeirsson, Bandýmaður UMSE
 • Guðmundur Smári Daníelsson, Frjálsíþróttamaður UMSE
 • Heiðmar Örn Sigmarsson, Borðtennismaður UMSE
 • Ivalu Birna Falck-Petersen, Badmintonmaður UMSE
 • Mikael Máni Freysson, Frisbígolfmaður UMSE
 • Svavar Örn Hreiðarsson, Hestaíþróttamaður UMSE
 • Sveinn Margeir Hauksson, Knattspyrnumaður UMSE

Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2019.

Stjórn UMSE útnefnir íþróttamenn hverrar íþróttagreinar, út frá tillögum aðildarfélaga og tilnefnir í kjörið. Stjórnar- og varastjórnarmenn UMSE hver fyrir sig og stjórnir aðildarfélaganna hver fyrir sig kjósa svo íþróttamann UMSE í leynilegri kosningu.

Comments