Fréttir‎ > ‎

Knattspyrnumót UMSE

posted Aug 20, 2014, 1:10 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda hið árlega UMSE mót í knattspyrnu á íþróttavöllunum við Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 26. ágúst nk. kl. 17:00.

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.

 

Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2008 og síðar).  5 manna bolti.

7. flokkur (Börn fædd 2006-2007).     5 manna bolti.

6. flokkur (Börn fædd 2004-2005).     5 manna bolti.

5. flokkur (Börn fædd 2002-2003).     7 manna bolti.

4. flokkur (Börn fædd 2000-2001).    7 manna bolti.

3. flokkur (Börn fædd 1998-1999).    7 manna bolti.

 

Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi miðvikudaginn 20. ágúst í netfangið gunnur@no.is.

Í skráningunni þarf að koma fram hve mörg lið félagið sendir, í hvaða flokki þau keppa og fjölda barna.

 

Hlökkum til að heyra frá ykkur,

Jóhannes Gísli umf.Smáranum, Elvar umf. Reyni, Sigurður Friðleifsson og Gunnur Ýr umf. Samherjum.

 

 

Í grófum dráttum:
Staðsetning:  Íþróttavöllurinn við Hrafnagilsskóla

Tímasetning:  Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 17:00 stundvíslega

Skráning:  Í síðasta lagi miðvikudaginn 20. ágúst 2014

Comments