Fréttir‎ > ‎

Knattspyrnumót UMSE sunnudaginn 16. október

posted Oct 4, 2016, 6:13 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa í Íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 16. október kl. 13:00.

Athugið að um innanhúsmót er að ræða.

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.

Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):


8. flokkur (Börn fædd 2011 og síðar).  5 manna bolti.

7. flokkur (Börn fædd 2009-2010).       5 manna bolti.

6. flokkur (Börn fædd 2007-2008).       5 manna bolti.

5. flokkur (Börn fædd 2005-2006).       5 manna bolti.

4. flokkur (Börn fædd 2003-2004).       5 manna bolti.

3. flokkur (Börn fædd 2001-2002).       5 manna bolti.

17-18 ára (Börn fædd 2000-1999)       5 manna bolti


Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.


Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi miðvikudaginn 12. október kl. 22  á netfangið elvaroli58@gmail.com

Í skráningunni þarf að koma fram hve mörg lið félagið sendir, í hvaða flokki þau keppa og fjöldi barna. Endilega hafið samband þó að það náist ekki í fullt lið. Markmiðið er að allir geti tekið þátt svo við munum reyna að koma öllum í lið.

Okkur langar að biðja ykkur, kæru viðtakendur, að koma þessum pósti áfram til þjálfara og annarra sem málið varðar. Við erum ekki með netfang hjá öllum og treystum því á ykkur. Einnig væri gott að setja upplýsingar um mótið inn á heimasíður félaganna.

Hlökkum til að heyra frá ykkur,

Elvar Umf. Reyni, Einar Umf. Þorsteini Svörfuði og Jóhannes Gísli Umf. Smáranum,

Gott að muna:

Staðsetning:  Íþróttamiðstöðin í Eyjafjarðarsveit

Tímasetning:  Sunnudagurinn 16. október kl 13:00

Skráning:  Í síðasta lagi miðvikudaginn 12. október kl. 22

Comments