Fréttir‎ > ‎

Kynningarfundur um fótbolta með foreldrum barna að erlendum uppruna á Dalvík

posted Nov 15, 2013, 5:49 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Miðvikudaginn 20.nóvember verður kynningarfundur um fótboltann í Dalvíkurbyggð fyrir foreldra erlendra barna í byggðarlaginu.

Fundurinn verður í Dalvíkurskóla og hefst kl. 17.

Markmið með fundinum er að kynna fyrir foreldrum hvað felst í því að vera iðkandi í fótboltanum og hvað felst í því að vera foreldri fótboltabarna í Dalvíkurbyggð. Farið er yfir skráningarferlið í ÆskuRækt, heimasíðuna, sjálfboðaliðastarf í fjáröflunum, þátttöku í mótum, búningamál o.fl.

Fundurinn fer fram á íslensku og er þýddur á ensku og pólsku og verður kynningarefni á þessum tungumálum dreift á fundinum. Veitt verður aðstoð við skráningar barna og boðið verður upp á barnagæslu á meðan á fundi stendur.

Barna- og unglingaráð fékk styrk úr Landsmótssjóði UMSE 2009 til að standa straum að kostnaði vegna þessa fundar, þýðingum og túlkaþjónustu.

Nánar á síðu Umf. Svarfdæla, www.dalviksport.is

Comments