Fréttir‎ > ‎

Landflutningar-Samskip og UMSE gera þriggja ára samning

posted Dec 9, 2013, 3:00 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Landflutningar-Samskip og UMSE gerðu, nú á dögunum, með sér styrktarsamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér að á tímabilinu mun andvirði flutningsgjalds á jólapakkasendingum til og frá póstnúmerum á starfssvæði UMSE renna til UMSE. Styrkurinn mun verða nýttur til barna- og unglingastarfs. Auk þess munu Landflutningar-Samskip annast fluting á útbúnaði UMSE á mótsstaði Landsmóta UMFÍ. UMSE mun annast dreifingu upplýsingaefnis um jólapakkasendingar Landflutninga-Samskipa á sínu starfssvæði.
Óskar Jensson, rekstrarstjóri Landflutninga-Samskipa á norðurlandi og Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE. Undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Landflutninga-Samskipa.

Comments