Fréttir‎ > ‎

Landsmót UMFÍ - keppendur óskast

posted May 31, 2013, 7:01 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Landsmót UMFÍ fer fram á Selfossi dagana 4.-7. júlí næstkomandi.
Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, leitar nú að þátttakendum til að taka þátt í mótinu fyrir hönd UMSE.
UMSE greiðir öll þátttökugjöld fyrir keppendur sína á mótið.
 
Keppnisgreinar á mótinu eru eftirfarandi:
Badminton, blak, borðtennis, bridds, dans, fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, kraftlyftingar, körfuknattleikur, mótorkross, skák, skotfimi, sund, taekwondo, pútt, boccia, 10 km götuhlaup, dráttarvélaakstur, gróðursetning trjáplantna, hestadómar, jurtagreining, lagt á borð, pönnukökubakstur, stafsetning og starfshlaup.
 
Áhugasamir um þátttöku: vinsamlegast hafið samband við umse@umse.is, Jóhönnu í síma 846-4362 eða Þorstein í síma 868-3820.
 
Keppendur vantar í flestar greinar.
Það er mikilvægt að félagar innan vébanda UMSE fjölmenni á Landsmótið!!!
 
Drög að dagskrá 27. Landsmóts UMFÍ 2013.*
* Vinsamlegast athugið að tímasetningar og staðsetningar geta breyst fram að móti.
Fimmtudagur 4. júlí 
Kl. 12:00-19:00 Skotkeppni skeet (Skotsvæði) 
Kl. 15:00-23:00 Badminton (Iða - íþróttahús) 
Kl. 15:00-23:00 Handknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla) 
Kl. 15:00-19:00 Borðtennis (Baula - íþróttahús)

Föstudagur 5. júlí
Kl. 08:00-17:00 Golf (Svarfhólsvöllur) 
Kl. 09:00-20:00 Körfuknattleikur (Iða - íþróttahús) 
Kl. 09:00-20:00 Handknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla) 
Kl. 10:00-20:00 Bridds (FSu - skólastofur) 
Kl. 10:00-17:00 Skotkeppni skeet (Skotsvæði) 
Kl. 10:00-14:00 Hestaíþróttir (Brávellir) 
Kl. 11:00-18:00 Boccia fatlaðir (FSu - stóri salur) 
Kl. 11:00-16:00 Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur) 
Kl. 11:00-15:00 Gróðursetning (Tjaldsvæði við Suðurhóla) 
Kl. 12:00-18:00 Knattspyrna (Selfossvöllur) 
Kl. 13:00-19:00 Skák (FSu - skólastofur) 
Kl. 17:00-21:00 Júdó (Baula - íþróttahús) 
Kl. 21:00-22:00 Mótssetning (Frjálsíþróttavelli)

Laugardagur 6. júlí 
Kl. 08:00-16:00 Golf (Svarfhólsvöllur) 
Kl. 09:00-21:00 Blak (Íþróttahús Vallaskóla) 
Kl. 09:00-22:00 Taekwondo (Baula - íþróttahús) 
Kl. 09:00-13:00 Sund (Sundhöll Selfoss) 
Kl. 09:00-15:00 Mótokross (Mótokrossbraut - Hrísmýri) 
Kl. 10:00-13:00 Jurtagreining (FSu - opið rými) 
Kl. 10:00-13:00 Stafsetning (FSu - stóri salur) 
Kl. 10:00-15:00 Körfuknattleikur (Iða - íþróttahús) 
Kl. 10:00-20:00 Bridds (FSu - skólastofur) 
Kl. 10:00-18:00 Kraftlyftingar (Sunnulækjarskóli - miðrými/Fjallasalur) 
Kl. 10:00-14:00 Skotkeppni riffill (Skotsvæði) 
Kl. 10:00-18:00 Hestaíþróttir (Brávellir) 
Kl. 10:00-12:00 10 km götuhlaup (Frjálsíþróttavöllur) 
Kl. 11:00-16:00 Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur) 
Kl. 12:00-18:00 Knattspyrna (Selfossvöllur) 
Kl. 13:00-17:00 Skák (FSu - skólastofur) 
Kl. 13:00-17:00 Dráttarvélaakstur (Við Jötun vélar við Austurveg) 
Kl. 14:00-17:00 Lagt á borð (FSu - opið rými) 
Kl. 14:00-22:00 Körfuknattleikur (Baula - íþróttasalur) 
Kl. 17:00-19:00 Starfshlaup (Frjálsíþróttavöllur) 
Kl. 18:00-22:00 Fimleikar (Iða - íþróttahús)

Sunnudagur 7. júlí 
Kl. 09:00-14:00 Bridds (FSu - skólastofur) 
Kl. 09:00-12:00 Blak (Íþróttahús Vallaskóla) 
Kl. 09:00-13:00 Sund (Sundhöll Selfoss) 
Kl. 10:00-16:00 Glíma (Baula - íþróttahús) 
Kl. 10:00-15:00 Ólympískar Lyftingar (Sunnulækjarskóli - miðrými/Fjallasalur) 
Kl. 10:00-14:00 Pútt (Svarfhólsvöllur) 
Kl. 10:00-13:00 Knattspyrna (Selfossvöllur) 
Kl. 10:00-14:00 Skotkeppni loftskammbyssa (Reiðhöll við Brávelli) 
Kl. 11:00-15:00 Pönnukökubakstur (FSu - opið rými) 
Kl. 11:00-16:00 Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur) 
Kl. 12:00-16:00 Dans (Iða - íþróttahús) 
Kl. 13:00-16:00 Körfuknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla) 
Kl. 17:00-18:00 Mótsslit (Frjálsíþróttavöllur) 

Allar upplýsingar um mótið er að finna hér:

http://umfi.is/umfi09/landsmot_2013/
Comments