Fréttir‎ > ‎

Landsmót UMFÍ 50+ 26.-28. júní á Blönduósi

posted Jun 11, 2015, 4:47 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Opnað hefur verið fyrir skráningu á 5.Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní. Skráningin fer fram á skraning.umfi.is.

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar.

Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Blönduósi en það eru hestaíþróttir, frjálsar, boccia, bridds, dráttavélaakstur, golf, línudans, júdó, línudans, lombert, pútt, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, Dalahlaup, sund, pönnubökubakstur og stígvélakast.

Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.

Upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðu mótsins http://umfi.is/category/landsmot/landsmot-50.

UMSE mun greiða þátttökugjöldin á mótinu fyrir keppendur frá UMSE. Nánari upplýsingar um það gefur framkvæmdastjóri UMSE.
Comments