Um síðustu helgi fór fram MÍ 11-14 ára í fjálsum íþróttum. Lið UMSE varð í 5. sæti í heildar stigakeppni liða. Við eignuðumst þrjá Íslandsmeistara á mótinu. Það voru: -Þóra Björk Stefánsdóttir Smáranum varð íslandsmeistari í spjótkasti 12 ára stelpna þegar hún kastaði 24,97m -Þorri Mar Þórisson Dalvík varð Íslandsmeistari í hástökki 11 ára stráka eftir harða keppni þegar hann stökk 1,30m -Karl Vernharð Þorleifsson Dalvík sigraði síðan í spjótkasti 12 ára stráka þegar hann kastaði 33,94m. UMSE náði samtals í 3 gull, 4 silfur og 5 brons á mótinu. Helsti árangur varð eftirfarandi. Macej Magnús Dalvík vann silfur í 100m, silfur í kúlu, brons í hástökki. Ólöf Rún Júlíusdóttir Reyni fékk brons í 4x100m. Kara Gautadóttir Ólafsfirði fékk brons í 4x100m Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir Grenivík fékk brons í 4x100m , silfur í langstökki , 4. í spjótkasti. Arlinda Fejzulahi Reyni fékk brons í 4x100m og brons í spjóti. Þóra Björk Stefánsdóttir Smáranum vann gull í spjóti og silfur í kúlu. Guðmundur Smári Daníelsson Samherjum vann brons í spjótkasti. Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir vann brons í kúlu. Karl Vernharð Dalvík gull í spjóti. Þorri Mar Þórisson vann gull í hástökki. Elín Brá Friðriksdóttir Dalvík og Marín Líf Gautadóttir Ólafsfirði urðru jafnar í 3. sæti ( brons ) í hástökki 11 ára. Annar árangur hjá krökkunum okkar var mjög góður. Nánari úrslit er að finna á mótaforriti FRÍ:http://mot.fri.is |
Fréttir >