Fréttir‎ > ‎

MÍ 11-14 ára í frjálsum íþróttum

posted Mar 1, 2011, 12:19 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 1, 2011, 12:33 AM ]
UMSE fór með 26 keppendur sem fram fór í Reykjavík um síðastliðna helgi.

11 ára strákar urðu Íslandsmeistarar í 4x200m boðhlaupi, sveitina skipuðu þeir Helgi Pétur Davíðsson, Agnar Þórsson, Baldur Logi Jónsson allir frá Smáranum og Ágúst Máni Ágústsson Samherjum

Helgi Pétur varð síðan annar í 800m hlaupi aðeins 0,04 sek frá fyrsta sæti, Helgi varð síðan 4. í 60m og langstökki og 5. í hástökki og 8 í kúlu. 11 ára strákarnir urðu síðan í 2. sæti í stigakeppni 11 ára stráka. Af öðrum afrekum þeirra má nefna að Baldur varð 7. í kúlu, Ágúst varð 5. í 800m,6. í hástökki og 8. í 60m, Agnar varð 6. í hástökki og 9. í 800m

Nökkvi Þeyr Þórisson 12 ára frá Dalvík varð 2. í 800m hlaupi og 5. í 60m og 60m grind en þar keppti hann uppfyrir sig eða í 13 ára flokki.

Aþena Marey Birkisdóttir frá Dalvík varð 3. í 60m gr og fjórða í 800m í flokki 13 ára.

Margir aðrir voru að stórbæta sig t.d. hann Egill Vagn Sigurðarson frá Æskunni sem varð 4. í 60m og 5. í langstökki í flokki 13 ára pilta.

(Samantekið af Ara Þjálfara)
Comments