Fréttir‎ > ‎

Næringfræði fyrirlestur fyrir félagsmenn UMSE

posted May 17, 2019, 3:45 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jun 13, 2019, 2:12 AM ]


Þann 23. maí næstkomandi, kl. 17:30 mun Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur halda fyrirlestur um næringu og árangur í íþróttum í stóra sal Háskólans á Akureyri.

Í þessum fyrirlestri verður m.a farið í:
• Hvað er heilsusamlegur lífsstíll?
• Lykilatriði að árangri
• Tímasetningar máltíða fyrir æfingar
• Hlutverk orkuefnanna
• Vökvaþörf
• Algengar mýtur (ranghugmyndir) um heilsu, næringu og árangur í íþróttum
• Þurfum við fæðubótarefni?

Geir Gunnar er með mastersgráðu (M.Sc.) í næringarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Auk þess er hann með gráðu í einkaþjálfun frá ISSA og crossfit þjálfararéttindi.
Geir Gunnar starfar sem næringarfræðingur hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem ráðgjafi á sviði heilsueflingar hjá Heilsugeiranum (www.facebook/heilsugeirinn).

Fyrirlesturinn er í boði ÍBA, UMSE, ÍSÍ, HA og íþróttadeildar Akureyrarbæjar og er hann ókeypis fyrir þátttakendur. Hann er ætlaður fyrir iðkendur 13 ára og eldri ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum sem áhuga hafa. Vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á þessum spennandi fræðslufyrirlestri sem nýtist okkur öllum.


Það var mjög góð mæting á fyrirlesturinn milli 350-400 manns sýndu þessum fyrirlestri áhuga.
Comments