Fréttir‎ > ‎

Norðurland í þriðja sæti í Bikarkeppni FRÍ

posted Aug 27, 2012, 2:58 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Bikarkeppni FRÍ fór fram um síðustu helgi á Þórsvellinum á Akureyri. Fimm lið voru skárð til leiks í keppninni. Má segja að rjóminn af frjálsíþróttafólki landsins hafi verið saman kominn til að etja kappi á keppnisvellinum.

Lið Norðurlands varð í þriðja sæti í heildarkeppninni, konurnar náðu öðru sæti og karlarnir urðu í þriðja sæti.
Lið ÍR gerði sér lítið fyrir og vann alla þá titla sem í boði voru, heildarkeppnina, karla flokkinn og kvennaflokkin.


Mótið tókst vel í alla staði, enda aðstæður til keppni á Þórsvellinum einhverjar þær bestu á andinu.
Comments