Fréttir‎ > ‎

Nýársmót UMSE fór vel fram

posted Jan 19, 2011, 2:28 PM by Þorsteinn Marinósson
Nýársmót UMSE í frjálsum íþróttum fór fram í íþróttamiðstöðinni á Dalvík sunnudaginn 9. janúar. Mótið var lokapunkturinn af æfingabúðum sem fram fóru þessa helgi. Að sögn gekk mótið vel fyrir sig þrátt fyrir ófærð vegna vonskuveðurs sem verið hafði dagana áður. Þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd mótsins færum við þakkir fyrir létt og skemmtilegt mót. Bústólpa eru færðar sérstakar þakkir fyrir verðlaun mótsins.

Úrslit mótsins er að finna á mótaforriti FRÍ 

Comments