Fréttir‎ > ‎

Nýr UMSE galli

posted Jun 16, 2016, 6:13 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Stjórn UMSE hefur náð samkomulagi við íþróttavöruverslunina Toppmenn- og sport um að vera umboðsaðili fyrir nýjan UMSE galla. Framleiðandi gallans er Hummel.

Gallarnir eru nú komnir í verlsunina og eru tilbúnir til mátunar og pöntunar.

Gallarnir verða merktir með merki UMSE. Einnig er hægt að setja merki síns félags á gallann og þá standa merkin hlið við hlið á jakkanum/peysunni.

Fyrsti frestur til pöntunar er 26. júní og næsti frestur verður um miðjan júlí. UMSE mun niðurgreiða gallanna fram að Unglingalandsmóti UMFÍ. Verðin í verlsuninni eru með niðurgreiðslu.

Nánari upplýsingar gefur skrifstofa UMSE.Comments