Fréttir‎ > ‎

Ný tilmæli sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra varðandi íþróttastarf

posted Oct 8, 2020, 4:28 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu um að 
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og íþróttafélög innan borgarmarka að fresta keppnisferðum út á land, samkvæmt því er fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Í tilkynningunni ítreka al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra til­mæli sín vegna auk­ins fjölda kórór­ónu­veiru­smita sem helst er að finna á höfuðborg­ar­svæðinu. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að fjöldi smita hafi aukið lík­ur á veld­is­vexti í far­aldr­in­um. Bú­ast má við að töl­ur um fjölda smita verði háar næstu daga.

Til­mæl­in eru eft­ir­far­andi og orðrétt:

  • Hvetj­um alla á höfuðborg­ar­svæðinu til að vera eins mikið heimavið og kost­ur er.
  • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborg­ar­svæðinu nema nauðsyn sé til.
  • Verj­um viðkvæma hópa og tak­mörk­um heim­sókn­ir til ein­stak­linga í áhættu­hóp­um eins og hægt er.
  • Tak­mörk­un fjölda í búðum – einn fari að versla frá heim­ili ef kost­ur er
  • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyr­ir viðburðum á höfuðborg­ar­svæðinu fresti þeim
  • Klúbb­ar, kór­ar, hlaupa­hóp­ar, hjóla­hóp­ar og aðrir hóp­ar sem koma sam­an geri hlé á starf­semi sinni.
  • All­ir staðir á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem al­menn­ing­ur á er­indi herði all­ar sín­ar sótt­varn­araðgerðir, tak­marki eins og hægt er fjölda, tryggi að all­ir geti sótt­hreinsað hend­ur við inn­ganga, sótt­hreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjar­lægðarmörk.
  • Íþrótta­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu geri hlé á æf­ing­um og keppni í öll­um íþrótt­um.
  • Íþrótta­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu fresti keppn­is­ferðum út á land.
  • All­ir sem finni fyr­ir hinum minnstu ein­kenn­um haldi sig heima, fari í sýna­töku og líti á að þeir séu í ein­angr­un þar til nei­kvæð niðurstaða úr sýna­töku liggi fyr­ir.
Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem fram fór fyrir skammri stundu var samþykkt að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Jafnframt að beina því til íþróttahreyfingarinnar í heild að taka tillit til þeirra aðstæðna sem skapast hafa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra aðgerða sem sérsambönd ÍSÍ hafa þurft að grípa til í kjölfarið.

Á vef stjórnarráðs Íslands hefur verið birt frétt um COVID-19: Um reglur og tilmæli.

Tilmæli sóttarnarlæknis fela í sér beiðni til fólks um að sýna samstöðu og þá e.t.v. ganga lengra en þarf samkvæmt laganna bókstaf.

Nánar er hægt að kynna sér um málið á vefsíðum UMFÍ, ÍSÍ og stjórnarráðsins:

Comments