Fréttir‎ > ‎

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmótið

posted Jul 15, 2013, 6:35 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jul 15, 2013, 6:41 AM ]
Skráning er hafin á 16. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. 

Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, motocross, skák, stafsetning, sund, strandblak og upplestur.
 Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu en einnig eru í boði fjölbreytt verkefni og afþreying fyrir þá sem yngri eru.  Foreldrum og fullorðnum mun ekki leiðast á Höfn en auk þess að fylgjast með íþróttakeppninni  þá geta þau tekið þá í mörgum viðburðum.
Við vonumst til þess að stór hópur verði frá UMSE. Að venju verðum við með samkomutjald.

Settar verða inn upplýsingar hér á vefsíðuna til okkar keppenda og einnig á facebook síðu UMSE.  
Comments