Fréttir‎ > ‎

Paralympic-dagurinn 2016 22. október

posted Oct 20, 2016, 4:06 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Laugardaginn 22. október næstkomandi fer Paralympic-dagurinn fram í annað sinn á Íslandi. Um er að ræða stórskemmtilega kynningu á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. 


Sveppi tekur á móti gestum og skorar á þá í ýmsum íþróttagreinum.
Aðildarfélög ÍF, íþróttanefndir ÍF og margir fleiri standa að fjölbreyttum kynningum í Frjálsíþróttahöllinni. 


Paralympic-dagurinn er frá kl. 14-16 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þar sem allir eru velkomnir. Pylsur í boði á meðan birgðir endast frá Atlantsolíu-bílnum.


Comments