Fréttir‎ > ‎

Reglur enn hertar frá deginum í dag

posted Oct 5, 2020, 2:31 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt breyttar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti. 
Hömlurnar ná ekki til barna í leik- og grunnskólum.

Samkvæmt reglunum eru keppnisíþróttir með snertingu áfram leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu.

Eins metra nándartakmörkun verður í búningsklefum og öðrum svæðum íþróttafólks og skal sótthreinsa keppnisáhöld á milli notenda. Áhorfendur á íþróttaleikjum eru ekki leyfðir innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur - að hámarki 50 í hverju rými - 
Beðið er frekari fyrirmæla um þau skilyrði sem sett eru fyrir keppnisíþróttum með snertingu.


Hertari aðgerðir felast í að frá og með 5. október verði 20 manna fjöldatakmörkun með ákveðnum undantekningum og að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundlaugar verða áfram opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum eða 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi.

Tekið er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis sem nýjar aðgerðir grundvallast á að engar hömlur gilda hjá börnum sem fædd eru 2005 og síðar heldur einungis hjá eldri einstaklingum. Um þá einstaklinga gildir 20 manna hámarksreglan og eins metra nándartakmörkun. Lögð verði áhersla á einstaklingsbundnar smitvarnir eins og kostur er. Sama gildir um æskulýðsstarf, íþróttir og tómstundir leik- og grunnskólabarna.

 
Nánari upplýsingar má nálgast á:
Comments