Fréttir‎ > ‎

Síðbúnar fréttir af Andrésarleikunum á skíðum

posted May 17, 2011, 7:22 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated May 17, 2011, 7:58 AM ]
Frábær árangur á Andresarleikunum.
Andresar Andarleikum lauk 29. apríl. Þeir voru haldnir í seinna lagi þetta árið, þar sem sumardaginn fyrsta bar upp á skýrdag.  Samtals voru 69 og þátttakendur frá Skíðafélagi Dalvíkur. Fjölmörg verðlaun unnust á mótinu. Skíðafélag Dalvíkur hlaut samtals 43 verðlaun og voru 27 þeirra í fyrstu þremur sætunum. 9 gullverðalun, 10 silfur, 8 brons og síðan urðu 16 í sætum 4-6. Verðlaun eru veitt fyrir 6 fyrstu sætin nema í yngsta árgangnum en þar eru þau 8. Keppendum félagsins og Skíðafélaginu óskum við til hamingju með frábæran árangur á mótinu.

upplýsingar fengnar af síðu SKD www.skidalvik.is
Comments