Fréttir‎ > ‎

Sigríður S. Jónsdóttir Landsmótsmeistari í pönnukökubakstri

posted Jul 9, 2013, 4:39 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jul 9, 2013, 4:42 AM ]
Um síðustu helgi fór fram Landsmót UMFÍ á Selfossi. Keppendur UMSE voru um 35 talsins og kepptu í badminton,  laki, borðtennis, bridge, frjálsíþróttum, taekwondo, 10 km götuhlaupi og nokkrum greinum starfsíþrótta. Árangur var með ágætum og eignuðumst við einn Landsmótsmeistara á lokadegi mótsins. Það var  sem sigraði sannfærandi í pönnukökubakstri. Steinunn Erla Davíðsdóttir varð í 3. sæti í 200m hlaupi, Sveinborg Katla Daníelsdóttir varð í 3. sæti í stangarstökki og í 3. sæti í taekwond (Poomsae konur 1.dan) og Guðmundur Smári Daníelsson varð í 3. sæti í spjótkasti.

Ljóst er að veður setti töluvert strik í reikninginn á mótinu. Þrátt fyrir það er fór mótið vel fram enda frábær íþróttaaðstaða á staðnum. UMSE vill koma á framfæri þökkum til mótshaldara fyrir hlýjar móttökur og gott mót. Einnig óskum við verðlaunahöfum okkar til hamingju með árangurinn. 
Comments