Fréttir‎ > ‎

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

posted Jun 1, 2011, 4:06 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
 

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4. júní á 84 stöðum hér á landi og 17 stöðum erlendis.

 

Í ár er yfirskrift hlaupsins “Hreyfing allt lífið” að tilefni samstarfs ÍSÍ við Styrktarfélagið Líf.

 

Sjóvá stendur fyrir léttum leik þar sem fjöldi vinninga er í boði, gjafakort uppá 30.000 kr, dekurdagur ofl. Það eina sem þarf að gera er að skrá nafnið sitt á ákveðna miða á hlaupadag eða fara inn á sjova.is og taka þátt í leiknum þar.

 

Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á hlaupastöðum en í Garðabæ  hefst dagskrá kl: 13:30 þar sem Séra Jóna Hrönn Bolladóttir mun flytja hvatningrávarp, 10 km hlauparar verða ræstir kl. 13:45 og 2 og 5 km hlauparar verða ræstir kl. 14:00. Í Mosfellsbæ og á Akureyri hefst hlaupið kl: 11:00.

 

Allar upplýsingar um hlaupastaði og forsölu á bolum er að finna á sjova.is

Comments