Fréttir‎ > ‎

Skíðafélag Dalvíkur 40 ára

posted Nov 15, 2012, 4:57 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Nov 15, 2012, 5:27 AM ]
Skíðafélag Dalvíkur bauð til kaffisamsætis sunnudaginn 11. nóvember í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Samsætið var í Dalvíkurskóla og er óhætt að segja þar hafi verið húsfyllir.
Félagið hafði fleiri fagnaðefni þennan dag því vegna fannfergis undanfarnar vikur var hægt að opna skíðabrekkurnar sama dag. Margir veislugestir komu því beint úr fjallinu og var haft á orði að viðlíka skíðafæri hefði ekki verið í mörg ár.
Sett var upp sögusýning þar sem gestum og gangandi gafst kostur á að skoða ýmsa muni og myndir úr starfinu allt frá stofnun félagsins.
Í veislunni fór Jón Haldórsson í stuttu máli yfir aðdragandan að stofnun félagsins og sögu félagins og meðfram því var sýnd myndasýning.
Fjórum einstaklingum voru veittar heiðursviðurkenningar UMSE af þessu tilefni. Björgvin Hjörleifsson og Brynjólfur Sveinsson hlutu Starfsmerki UMSE og Jón Halldórsson og Þorsteinn Skaftason hlutu Gullmerki UMSE.

UMSE óskar Skíðafélagi Dalvíkur til hamingju með áfangann.

Hér koma nokkrar myndir úr afmælinu (ljósmyndir: Sveinn Brynjólfsson)Comments