Unglingameistaramót Íslands á skíðum fór fram á Ísafirði dagana 23-25 mars. Átta keppendur voru frá Skíðafélagi Dalvíkur. Aðstæður á mótsstað voru að sögn til fyrirmyndar og árangur keppenda frá SKD mjög góður. Eftirtaldir unnu til verðlauna á mótinu: Andrea Björk Birkisdóttir varð Unglingameistari í stórsvigi og í 3. sæti í svigi 13 ára stelpna Karl Vernharð Þorleifsson varð í 3. sæti í svigi 13 ára drengja Jakob Helgi Bjarnason varð unglingameistari í svigi og samhliðasvigi 15-16 ára drengja Arnór Reyr Rúnarsson varð í 2. sæti í stórsvigi 15-16 ára drengja Jakob Helgi varð jafnframt Bikarmeistari SKÍ 15-16 ára. Öllum keppendum Skíðafélagsins er óskað til hamingju með frábæran árangur á mótinu. Upplýsingar af heimasíðu SKD www.skidalvik.is |
Fréttir >