Fréttir‎ > ‎

Skíðafélagið gerði að venju góða ferð á Andrésar Andarleika.

posted Apr 24, 2012, 8:53 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Apr 24, 2012, 8:58 AM ]

66 krakkar á aldrinum 6 til 14 ára frá Skíðafélagi Dalvíkur voru á  37. Andresar Andarleikum sem fram fóru um síðustu helgi.
Skíðafélagið gerði að venju góða ferð á mótið og fóru keppendur þess samtals 35 sinnum verðlaunapall. 
11 gullverðlaun unnust þetta árið en aldrei hafa unnist fleiri gull á leikunum. Þá unnust 7 silfur, 2 brons, 5 í 4 sæti, 7 í 5 sæti og 3 í 6 sæti. 
Skíðafélagi Dalvíkur er mikill sómi af þátttöku sinni á mótinu.

UMSE óskar félaginu til hamingju með frábæran árangur á mótinu.


Upplýsingar fengnar af heimasíður skíðafélagsins www.skidalvik.is
Comments