Fréttir‎ > ‎

Skráning á 2. Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ

posted Mar 31, 2012, 6:52 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 31, 2012, 6:53 AM ]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 + sem  haldið verður í Mosfellsbæ helgina 8. – 10. júní. Því er um að gera fyrir alla að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi keppenda verður takmarkaður í ákveðnum greinum. 

Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup ( Álafosshlaup, 7 tindahlaup) badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar, golf, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki.


Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3.500 krónur óháð greinafjölda. Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæfellsbæ.

 

Skráningin fer fram á www.landsmotumfi50.is 


Comments