Að venju förum við fylktu liði á Unglingalandsmót UMFÍ. Þátttökugjaldið fyrir hvern einstakling er 6.000.-. Skráning á mótið fer fram í gegnum vefsíðu
mótsins www.ulm.is. Að
þessu sinni viljum við
biðja keppendur að sjá sjálfa um skráningu sína í mótið.
Framkvæmdastjóri UMSE
mun svo fylgjast með skráningu og er einnig hægt að hafa samband við
hann til
þess að fá aðstoð við skráninguna. Keppendur munu einnig þurfa að greiða
þátttökugjaldið sjálf og ná í keppnisgögn. Það verður hægt að gera í
þjónustumiðstöð mótsins. UMSE mun bjóða keppendum til grillveislu á mótinu. Aðstandendur og fylgdarfólk mun geta tekið þátt í grillinu og kostar það 1.000.- á mann. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í grillinu eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu UMSE. Við viljum að allir keppendur sem taka þátt í skrúðgöngunni verði í UMSE gallanum og þeir sem ekki eiga galla geta fengið lánaðan galli vegna tilefnisins. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn, framkvæmdastjóri í síma 868-3820 eða í tölvupósti umse@umse.is |
Fréttir >