Skráningarfrestur á Unglingalandsmót UMFÍ rennur út á miðnætti sunnudaginn 30. júlí. Skráning fer fram á vefnum (https://umfi.felog.is/). Mótið er opið öllum 11-18 ára. Einstaklingar geta skráð sig í hvort heldur knattspyrnu, körfubolta eða boccía eða hvaðeina án þess að vera í liði. Þá þarf aðeins að skrifa að viðkomandi er ekki í liði. Viðkomandi er síðan settur í lið með öðrum sem ekki eru skráðir í lið. Það hefur brugðið við að fólk lendi í vandræðum við að skrá sig, vinkonur og vini í lið á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um næstu verslunarmannahelgi. Leiðbeiningar um skráningu er að finna á vefsíðu UMFÍ: Nánari upplýsingar um mótið má svo finna hér: http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi |
Fréttir >