Fréttir‎ > ‎

Skráning á Unglingalandsmót hafin

posted Jul 14, 2010, 10:17 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Nú er hafin skráning á Unglingalandsmótið sem fram fer í Borgarnesi um verslunnarmannahelgina.
Von er á skemmtilegri hátíð að venjum og stefnir UMSE að myndarlegri þátttöku líkt og áður. Fjölbreytt dagskrá verður á mótinu og eitthvað við að vera fyrir alla fjölskylduna. Þátttökugjald er líkt og í fyrra 6.000.- kr. á hvern einstakling og innifalið í því er allt sem mótinu fylgir, tjaldstæði, keppni og öll sú afþreying sem í boði er fyrir alla fjölskylduna.

Skráning á mótið fer fram í gegnum vefsíðu mótsins www.ulm.is. Að þessu sinni viljum við biðja keppendur að sjá sjálfa um skráningu sína í mótið. Framkvæmdastjóri UMSE mun svo fylgjast með skráningu og er einnig hægt að hafa samband við hann til þess að fá aðstoð við skráninguna. Keppendur munu einnig þurfa að greiða þátttökugjaldið sjálf og ná í keppnisgögn. Það verður hægt að gera í þjónustumiðstöð mótsins.

Stjórn UMSE hefur ákveðið að bjóða keppendum til grillveislu á mótinu, líkt og á Sauðárkróki í fyrra og mun aðstandendum og fylgdarfólki gefast kostur á að taka þátt í því gegn vægu gjaldi. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í veislunni eru beðnir um að skrá þátttöku sína hjá framkvæmdastjóra í síma 868-3820 eða senda tölvupóst á umse@umse.is.

Nánari upplýsingar gefur skrifstofa UMSE í fyrrgreindan tölvupóst eða síma.

Comments