Fréttir‎ > ‎

Stúlknasveit GHD 15 ára og yngri Íslandsmeistari

posted Aug 21, 2011, 3:55 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 21, 2011, 4:09 PM ]
Í dag lauk sveitakeppni 15 ára og yngri í golfi. Sveit GHD stúlkna 15 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina og eru því Íslandsmeistarar. Sveitina skipuð Þórdís Rögnvaldsdóttir, Ásdís Dögg Guðmundsdóttir, Elísa Rún Gunnlaugsdóttir, Birta Dís Jónsdóttir, Ólöf María Einarsdóttir og Magnea Helga Guðmundsdóttir. Þetta er einn stærsti titillinn í sögu Golfklúbbsins Hamars, segir á bloggsíðu klúbbsins og vitnisburður það frábæra starf sem þjálfararnir Árni Sævar Jónsson og Heiðar Davíð Bragason og unglinganefnd hafa unnið í þágu GHD. Þetta er frábær árangur hjá stúlkunum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

upplýsingar og mynd af bloggsíðu Golfklúbbsins Hamars.
Comments