Fréttir‎ > ‎

Sundfólk frá Sundfélaginu Rán á AMÍ

posted Jul 2, 2013, 4:30 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi, AMÍ fór fram dagana 28.- 30. júní á Akureyri
Tuttugu félög víðs vegar af landinu og frá Danmörku tóku þátt í mótinu.
Sundmenn Ránar fóru á mótið með það i huga að bæta sinn fyrri besta árangur.
Það gerðu þeir svo sannarlega. Allir sundmenn Ránar að bæta sig verulega.
Í stigkeppninni hafnaði Sundfélagið Rán í 13- 14 sæti ásamt sunddeild Hamars frá Hveragerði. Thelma María Heiðarsdóttir náði bronsverðlaunum í 100 m bringusundi í flokki 11 ára meyja. Hún bætti sig um átta sekúndur og vakti árangurinn athygli. Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson setti UMSE met í drengjaflokki þegar hann bætti sjö ára gamalt met Sindra Vilmas Þórissonar í 100 m bringusundi.  Einnig bætti Hjörleifur sitt fyrra met í 200 m skriðsundi í sama flokki.

Árangur félaga sundfélagsins Ránar á mótinu er eftirfarandi:

200 m skriðsund 11 ára
Sæti
7. sæti Thelma María Heiðarsdóttir     3:03.48
10. sæti Agnes Fjóla Flosadóttir    3:59.39 (Agnes synti bringusund)

100  m Bringusund 11 ára
3. sæti Thelma María Heiðarsdóttir    1:40.97
9. sæti Amalía Nanna Júlíusdóttir    1:45.10
16. sæti Agnes Fjóla Flosadóttir    1:55.04

100 m Skriðsund 11 ára

6. sæti Thelma María Heiðarsdóttir      1:21.18
13. sæti Amalía Nanna Júlíusdóttir    1:39.85
14. sæti Agnes Fjóla Flosadóttir   1:53.85

Drengir 14 ára 200 m skriðsund
7. sæti Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson      2:42.51

200 m Bringusund 11 ára
9. sæti Amalía Nanna Júlíusdóttir     3:47.76

Drengir 14 ára 100  m bringusund
5. sæti Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson     1:35.77

Drengir 14 ára 100 m skriðsund
9. sæti Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson     1:12.49
Comments