Um verslunarmannahelgina fór fram Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Keppendur frá UMSE voru 39 að þessu sinni og kepptu í strandblaki, frjálsíþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik, golfi, sundi, kökuskreytingum, þreki (crossfit) og skák. Keppendur UMSE voru til fyrirmyndar á mótinu, bæði á keppnisvellinum sem og utan hans. Það sama má segja um aðstandendur, sem stóðu þétt við bakið á sínu fólki. Árleg grillveisla fór að venju vel fram og voru um 110 - 120 manns sem gæddu sér á nautasteikinni í þetta skiptið. Mótið var í alla staði til mikillar fyrirmyndar og veðrið lék við mótsgesti alla helgina. Fjölmörgum Unglingalandsmótsmeistaratitlum var landað af keppendum UMSE. UMSE færir öllum þeim sem komu að þátttöku á mótinu kærar þakkir. Sérstakar þakkir fá þeir aðilar sem studdu við þátttöku UMSE á mótinu. Það voru: Bústólpi, aðalstyrktaraðili UMSE Landflutningar Samskip Félagsbúið Áshóli Ölgerðin Nýja kaffibrennslan. Myndir af mótinu eru væntanlegar inn á Facebook síðu UMSE www.facebook.com/ungmennasamband.eyjafjardar/ |
Fréttir >