Fréttir‎ > ‎

Takk fyrir samveru á unglingalandsmóti 2-5. ágúst

posted Aug 11, 2018, 4:05 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 11, 2018, 4:07 AM ]
Þið stóðuð ykkur frábærlega.

Það var flottur hópur vaskra unglinga á aldrinum 11-18 ára sem tók þátt fyrir hönd UMSE á Unglingalandsmóti sem fram fór um verslunarmannahelgina í Þorlákshöfn. Unglingarnir okkar voru til fyrirmyndar á mótinu og náðu að landa nokkrum Unglingalandsmótstitlum. Að þessu sinni voru allir keppendur UMSE á mótinu úr Dalvíkurbyggð og vonumst við til að fleiri aðildarfélög verði með á næsta móti sem haldið verður á Höfn í Hornafirði. Mótið var í alla staði til fyrirmyndar hjá Þorlákshafnarbúum.

Unglingalandsmótið er svo miklu meira en bara íþróttamót því þarna eiga fjölskyldur, vinir og kunningjar yndislegar samverustundir og búa til minningar fyrir lífstíð og eignast nýja vini. Mótið er líka góður liður í forvörnum fyrir unga fólkið okkar og það var frábær upplifun að vera á útihátíð um verslunarmannahelgi og allir edrú að skemmta sér saman.

Árleg grillveisla UMSE fór að venju vel fram og gæddu menn sér á nautasteik. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og hennar maður Haukur Snorrason stóðu í ströngu við að grilla ofan í keppendur og aðstandendur UMSE og fórst það vel úr hendi.

 

UMSE færir öllum þeim sem komu að þátttöku á mótinu kærar þakkir.

 

Sérstakar þakkir fá þeir aðilar sem studdu við þátttöku UMSE á mótinu. Það voru:

Bústólpi, aðalstyrktaraðili UMSE

Landflutningar Samskip

Félagsbúið Áshóli

Nýja kaffibrennslan

Kristjánsbakarí

Comments