Fréttir‎ > ‎

Það styttist í fjörið

posted Jul 28, 2015, 4:10 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Unglingalandsmótsnefnd UMSE hittist á sínum síðasta fundi fyrir mót í dag. Þar var farið yfir síðustu atriðin fyrir mótið.

Skráningu á mótið er lokið og þeir sem eiga eftir að gera upp þátttökugjöldin eru beðnir um að ganga frá því sem fyrst, til þess að skráningin verði staðfest.

Það er 91 keppandi skráður á mótið, sem er met þátttaka á vegum UMSE. Það er góð regla að skrá sig inn í skráningarkerfið og fara yfir hvort allt sé rétt. Sérstaklega þurfa þeir keppendur sem skráðu sig sem einstaklingar í hópíþrótt í kerfinu að fylgjast með í hvaða liðum þeir lenda.

Grillveislan verður með sama sniði og venjulega. Dýrindis nautakjöt frá Kjarnafæði, bernéssósa, kartöflur frá Áshóli og salat. Það getur hreinlega ekki klikkað :-) Afþreyingardagskráin er stíf og því stefnum við á að hefja grillið kl. 18:30 á laugardag. Við hvetjum alla keppendur og aðstandendur þeirra til að taka þátt í því. Muna eftir að grípa með sér diska, hnífapör, glös, borð og stóla. Boðið verður upp á vatn og djús, en aðra drykki þarf að koma með sjálfur.

Peysurnar verða afhentar á fimmtudagskvöldið þegar búið er að tjalda samkomutjaldinu. Enn eru nokkrar stærðir eftir og ef krakkarnir vilja peysu er um að gera að hafa samband og athuga hvort hægt er að fá peysuna. Það er eindregin vilji okkar að þeir sem fara í skrúðgönguna á setningunni verði í peysunum og svörtum buxum við.

Við ætlum að reyna að virkja Instagram fyrir myndir af mótin. Endilega að hveta ykkur til að nota hastagið #umseaulm (UMSE á ULM).

Við ætlum að hafa kvöldkaffi á fimmtudag og föstudag í samkomutjaldinu. Bakaríin gefa okkur eitthvað af brauði, en það væri vel þegið ef þið getið komið með eitthvað til að leggja í púkkið, einskonar pálínuboð!

UMSE gefur út lítinn upplýsingabækling á fimmtudaginn. Hægt verður að fá hann á staðnum, en við munum einnig senda hann í tölvupósti og birta hann á vefsíðunni okkar www.umse.is. Þar munu koma helstu upplýsingar um tengiliði, nöfn keppenda og dagskrá UMSE tjaldsvæðisins.

Ef einhverja spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.


Með bestu kveðju,
Þorsteinn Marinósson,
Framkvæmdastjóri

Ungmennasamband Eyjafjarðar
Búgarði, Óseyri 2
603 Akureyri
Sími. 460-4477, 460-4465
Fax: 460-4478
GSM: 868-3820
umse@umse.is
www.umse.is


Comments