Fréttir‎ > ‎

Þorsteinn tekur við sem framkvæmdastjóri

posted Nov 7, 2019, 7:26 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Smávægilegar breytingar verða á starfsemi á skrifstofu UMSE á næstunni. Ásdís Sigurðardóttir hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Í fjarveru hennar mun Þorsteinn Marinósson gegna stöðu framkvæmdastjóra UMSE og tekur hann formlega við starfinu 15. nóvember.

Steini, eins og hann er kallaður, er starfssemi sambandsins vel kunnugur, en hann starfaði sem framkvæmdastjóri UMSE frá árinu 2006 til ársins 2017.

Stjórn UMSE býður Steina velkominn aftur til starfa.

F.h. stjórnar,
Sigurður Eiríksson,
formaður UMSE
Comments