Fréttir‎ > ‎

Þorvaldsdalsskokkið 2018 - 25 ára afmælishlaup

posted Jul 9, 2018, 5:47 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Þorvaldsdalsskokkið fór fram í 25 sinn laugardaginn 07.07.2018 í allskonar veðri. Það var met þátttaka í hlaupinu en það voru 73 keppendur sem hlupu leiðina og tveir fóru fótgangandi. Það var gaman að sjá keppendur koma í markið sumir búnir að sigra sjálfan sig og aðrir að sigra besta tímann sinn. Keppendur voru sammála um að þetta sé erfiðasta leið sem hlaupin er á landinu. 
Það voru þau Óskar Jakobsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sem komu fyrst í mark í karla og kvenna flokki. Óskar kom fyrstur í mark á 2:20:08 og Elsa á 2:25:29. Í öðrusæti voru það svo Helgi Reynir Árnason á tímanum 02:30:06 og Svava Jónsdóttir 03:01:02 en hún og Elsa eru systur. Í þriðju sætum voru svo Hólmgeir Rúnar Hreinsson 02:31:31 og Þórhildur Ólöf Helgadóttir 03:01:40.
Takk fyrir allir sem komu og tóku þátt í hlaupinu og þeir sem stóðu vaktina í hlaupinu og undirbúningnum.
Flottur hópur keppenda

Comments