Fréttir‎ > ‎

Þorvaldsdalsskokkið á laugardag, 2. júlí

posted Jun 30, 2016, 4:10 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jun 30, 2016, 4:56 AM ]
Þorvaldsdalsskokkið fer fram næsta laugardag, 2. júlí. Skokkið, sem er elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi, verður nú haldið í 23. sinn. 
Hlaupið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Vegalengdin er tæpir 25 kílómetrar. Hlaupið hefst kl. 12:00, en kl. 11:00 fer rúta frá Árskógsskóla fyrir þá sem vilja geyma bílinn við rásmarkið.

Skráningargjald í Þorvaldsdalsskokkið er 8.000 kr. og forskráningu lýkur föstudaginn 1. júlí kl. 20:00 en einnig má skrá sig á staðnum gegn 8.000 gjaldi. Forskráning fer fram á netinu á hlaup.is en einnig er hægt að hafa samband við skipuleggjendur á thorvaldsdalsskokk@umse.is varðandi greiðslu þátttökugjalda.

Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á heimasíðu Þorvaldsdalsskokksins http://thorvaldsdalur.umse.is/

Þorvaldsdalsskokkið er nú hluti af Landvætti. Landvættur er heiðurstitill sem þeir bera er lokið hafa fjórum mismunandi þrautum hverri í sínum fjórðungi landsins. Þannig þarf að synda Urriðavatnssundið á Austurlandi, hjóla Bláa Lóns þrautina á Suðurlandi, keppa í Fossavatnsgöngunni fyrir vestan og í norðurhlutanum er hægt að velja um að hlaupa annað hvort Jökulsárhlaupið eða Þorvaldsdalsskokkið! Þorvaldsdalurinn býður verðandi Landvætti velkomna í dalinn!

http://thorvaldsdalur.umse.is/
Comments